Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

VÍN111 Vínfræði fyrir matreiðslumenn

Undanfari: enginn

Í áfanganum er farið í víngerð. Nemendum eru kynnt helstu ræktunarsvæði í heiminum og hvaða vínþrúgur eru algengastar. Farið er í mismunandi flokka vína, t.d. borðvín, styrkt vín og eimuð vín. Farið er í hvaða hitastig er æskilegt fyrir borðvín og hvernig lesið er á vínflösku¬miða. Hvernig vín og matur er parað saman og hvernig eðlilegt jafnvægi matar og víns er. Hvað ber að hafa í huga við notkun á víni í matargerð og hvað ber að varast. Vínlistar eru settir upp og matseðill og vínseðill paraðir saman eftir faglegum hefðum. Farið er yfir mismunandi lögun vínflaskna.

Markmið

Nemandi

  • hafi yfirlitsþekkingu á vínum, vínrækt, ræktunarsvæðum og vínþrúgum
  • geti við lestur vínmiða á flösku gert sér grein fyrir tegund, árgangi, þrúguinnihaldi og hvaðan úr heiminum vínið kemur
  • sjái samhengi milli mat- og vínseðils og geti parað saman mat og vín þannig að eðlilegt jafnvægi haldist
  • geti notað bragðgefandi og mýkjandi/meyrnandi eiginleika víns við marineringu og matreiðslu
  • þekki muninn á réttri og rangri vínnotkun í matargerð

Uppfært laugardagur, 06 október 2007 13:02

Go to top