Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

SSE111 Soð, súpur, sósur, eftirréttir

Undanfari: SSE101

Í áfanganum er fjallað um grunnaðferðir við soðgerð, s.s. brúnt nautasoð, hænsnasoð, ljóst og brúnt kálfasoð, villibráðarsoð, fisk- og skelfiskssoð, svo og niðursuðu og notkun ólíkra soðgerða. Nemendur læra um allar sígildar undirstöðusósur og samtímasósur. Þeir læra um helstu súpuflokka, svo sem tærar og þykkar súpur, grænmetissúpur og þjóðarsúpur. Nemendur læra alla eftirréttarflokka, svo sem heita, kalda og frosna eftirrétti og allar helstu eftirréttarsósur. Enn fremur læra þeir skrautbakstur og bakstur er tilheyrir eftirréttagerð.

Markmið

Nemandi

  • þekki öll grunnsoð, aðferðir, suðutíma og notkunarmöguleika
  • þekki allar grunnsósur, einkenni, aðferðir, suðutíma og notkun
  • þekki allar samtímasósur, einkenni, aðferðir, suðutíma og notkun
  • þekki alla grunnsúpuflokka og sérkenni hvers um sig
  • þekki alla eftirréttaflokka
  • þekki allar grunnaðferðir og helsta hráefni í gerð eftirrétta
  • þekki öll helstu bindi- og bragðefni í eftirréttagerð
  • hafi haldgóða þekkingu á sígildum eftirréttum
  • geti hannað og sett fram nýja eftirrétti og beitt gagnrýninni hugsun á hugmyndir og verkefni

Uppfært laugardagur, 06 október 2007 13:09

Go to top