Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

MSF201 Matseðlafræði II

Undanfari: MSF101
 
Í áfanganum læra nemendur að skipuleggja verkferla og vinnusvæði með tilliti til þess matseðils sem þeir semja og þeirra forsendna sem þeir gefa sér. Fjallað er um efnið út frá fræðilegum og rekstrarlegum hliðum. Í áfanganum er fjallað um letur, skreytingar og annað sem undirstrikar gæðastefnu staðarins. Fjallað er um séríslensk einkenni og hvernig hægt sé að nálgast gamlar hefðir. Lögð er áhersla á að dýpka skilning nemenda á matseðlafræði.

Markmið
Nemandi

  • öðlist ítarlega þekkingu í gerð matseðla
  • geti rökstutt fræðilega val aðferða og inntak matseðils
  • geti samið matseðil sem er rekstrarlega hagkvæmur og faglega réttur
  • hafi skilning á mikilvægi matseðils fyrir ímynd og gæðastefnu fyrirtækis

Uppfært laugardagur, 06 október 2007 13:25

Go to top