Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

MAT107 Matreiðsla

 

Undanfari: enginn

Í áfanganum er farið í notkun á helstu tækjum í eldhúsi og hnífum og smááhöldum sem matreiðslumaðurinn notar við störf sín. Áhersla er á sígildar undirstöðuaðferðir eins og skurð og meðferð á grænmeti, kryddjurtum, ávöxtum, fiski og kjöti. Farið er í soðgerð og sósu- og súpugerð. Þá vinna nemendur með allar helstu matreiðsluaðferðir. Í áfanganum vinna nemendur við farsgerð, læra um kæliferla og bindieiginleika, einnig er farið í kald- og heitreykingu og þurr- og pækilsöltun. Nemendur vinna með hrámarineringu á fiski, skelfiski og kjöti. Unnið er með morgunverð, hádegisverð, eftirrétti og uppsetningu á köldum mat og kvöldverðarréttum. Lögð er áhersla á praktíska undirstöðu sem framhald af vinnustaðanámi. Í verklegri kennslu er farið í hvívetna eftir þeim reglum sem gilda um viðurkennd gæðakerfi.

Markmið
Nemandi

  • þekki og geti nýtt sér öll helstu tæki og handverkfæri í eldhúsi
  • hafi góða færni í skurði og meðferð á grænmeti, fiski og kjöti
  • þekki og geti gert öll soð, undirstöðusúpur og undirstöðusósur
  • hafi góða færni í undirbúningi á köldum réttum eins og farsgerð, söltun, reykingu og marineringu á fisk og kjöti
  • hafi þekkingu og færni í morgun- og hádegisverðarréttum og sígildum kvöldverðarréttum
  • geti notað allar meginmatreiðsluaðferðir með tilliti til hráefnis
  • geti sett upp hlaðborð með heitum og köldum réttum

Uppfært laugardagur, 06 október 2007 13:37

Go to top