Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

KEL101 Kalda eldhúsið I

 

Undanfari: enginn

Í áfanganum kynnast nemendur aðferðum við varðveislu matvæla, sýrðum mat, meðferð innmats og öðrum sérhefðum íslensks eldhúss. Kenndar er allar helstu aðferðir við hrámarineringu, sýrumarineringu og salt- og kryddmarineringu. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að halda órofnum kæliferlum. Nemandi fái undirstöðuþekkingu í farsgerð, patégerð, lögun á galantine, ballontine og terrine, pylsugerð, heit- og kaldreykingu, þurrsöltun og pækilsöltun. Nemendur læra um bindieiginleika mismunandi hráefnategunda og eiginleika salts og ýmsa kryddtegunda til að koma í veg fyrir skemmdir og lengja geymslutíma. Einnig er farið yfir geymsluaukandi áhrif reykingar á matvæli og rotverjandi eiginleika efna eins og ediksýru, karbólsýru og menthyl-alkóhóls.

Markmið
Nemandi

  • þekki vel til aðferða við varðveislu á köldum mat
  • skilji mikilvægi kæliferla og mikilvægi þess að halda þeim stöðugum
  • læri aðferðir við hrámarineringu, sýrumarineringu og salt- og kryddmarineringu
  • æri farsgerð og mikilvægi þess að halda órofnum kæliferlum
  • læri patégerð, lögun á galantine, ballontine og terrine, pylsugerð, heit- og kaldreykingu og þurrsöltum og pækilsöltun

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 11:02

Go to top