Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FFM101 Fagfræði matreiðslu

Undanfari: enginn

Í áfanganum læra nemendur að tengja saman hugmyndavinnu og raunveruleg verkefni. Þeir kynnast innkaupa- og uppskriftakerfi skólans og læra m.a. um framleiðslustaðla og fræðilegan og raunverulegan hráefniskostnað. Nemendur vinna verkefni er tengjast undirbúningi verklegra kennslustunda og lögð er áhersla á að þeir skili lausnum sem byggja á skilgreindum tímamörkum verklegra kennslustunda. Nemendur eru hvattir til að þróa nýjar hugmyndir, byggðar á sígildri matreiðslu. Nemendur vinna verkefni sem lúta að litasamsetningu og framsetningu rétta. Áfanginn er kenndur samhliða MAT107.

Markmið
Nemandi

  • geti reiknað og áætlað hráefni og magn fyrir tiltekið verkefni
  • geti forgangsraðað verkþáttum á skilvirkan hátt
  • geti metið eigin verk og annarra út frá skilgreindum forsendum fyrirliggjandi verkefna
  • geti tengt saman hráefni, framsetningu og sígildar matreiðsluaðferðir
  • læri að útfæra nýjar hugmyndir sem byggjast á sígildri matreiðslu

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 10:34

Go to top