Undanfari: enginn
Farið er í grundvallaratriði varðandi hlutunaraðferðir á sláturdýrum og fiðurfé. Fjallað er um hráefnisval í ýmsa rétti og tilbúning þeirra. Áhersla lögð á nýtingu hráefnis til sölu og vinnslu. Kennd eru helstu atriði varðandi uppröðun í kjöt-, kæli- og frystiborð. Kennd eru helstu atriði varðandi söltun og reykingu.
Markmið
Nemandi
- öðlist færni í úrbeiningu á sláturdýrum og fiðurfé
- kunni skil á vöðvum sláturdýra og nýtingu þeirra
- geti lýst ýmsum hlutunaraðferðum á sláturdýrum og fiðurfé
- kunni skil á hráefnisvali í ýmsa rétti
- geti raðað í kjötborð
- kunni helstu atriði varðandi afgreiðslu úr kjötborði
- kunni skil á mismunandi söltunar- og reykaðferðum
Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 11:04