Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FFK203 Fagfræði kjötiðna II

Undanfari: FFK103

Fjallað er um áhrif og notkun ýmissa aukefna í kjötiðnaði og lög og reglugerðir sem í gildi eru hverju sinni. Fjallað er um uppruna, framleiðslu, meðferð, notkun og geymslu krydds, salts, nítríts, brennsluefna fyrir reyk og mjölefna, s.s. hveiti, sterkju (þ. á m. umbreytta sterkju), jurtaprótín og dýraprótín. Farið er í gerð uppskrifta og áhersla lögð á að nemendur þrói sína eigin uppskrift. Nemendur læra að merkja vöru skv. reglugerð þar að lútandi. Farið er yfir framleiðslu og eiginleika gervi- og náttúrugarna. Farið er í framleiðslu og uppruna á hrápylsum og hráskinku.

Markmið
Nemandi

  • geti útskýrt uppbyggingu uppskrifta
  • geti útbúið innihaldslýsingu á vöru og reiknað næringargildi
  • geti útskýrt hvaða aukefni eru notuð í kjötiðnaði
  • þekki kryddtegundir og notkunarmöguleika þeirra
  • geti sett saman uppskrift eftir eigin hugmynd
  • geti útskýrt notkun gervi- og náttúrugarna
  • geti lýst framleiðslu á hrápylsum og skinku
  • kunni skil á helstu lögum og reglugerðum sem í gildi eru hverju sinni

     

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 10:33

Go to top