Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

VÍN102 Vínfræði

Undanfari: enginn

Í áfanganum er kennd ítarleg vínfræði, svo sem saga víngerðar frá byrjun til okkar tíma og helstu þrúgur og einkenni þeirra. Einnig öðlast nemendur þekking á þeim pestum sem herja á vínviðinn. Fjallað er um fornar og nýjar aðferðir við víngerð, svo og einkenni og sérstöðu landa og héraða, landfræðilega legu þeirra og mismunandi jarðveg. Fjallað eru um hin ýmsu vín og það ferli sem á sér stað við gerð þeirra. Nemendur taka þátt í vínsmökkunum, skrá hjá sér niðurstöður á þar til gerð eyðublöð sem þeir halda til haga í vinnubók.

Markmið

Nemandi

  • þekki helstu þætti úr sögu víngerðar
  • hafi þekkingu á ræktun vínviðar á vínekrunum og ávöxtum hans
  • þekki helstu aðferðir við framleiðslu á vínum og geymslu þeirra
  • þekki mismunandi tegundir léttvína og styrktra vína
  • taki þátt í vínsmökkun og geti metið helstu einkenni vínsins, s.s. útlit, lykt og bragð
     

Uppfært laugardagur, 06 október 2007 13:04

Go to top