Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FFF107 Fagfræði framreiðslu

Undanfari: enginn

Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna framreiðslustarfið. Fjallað er um samskipti við gesti og hlutverk framreiðslumanns sem sölumanns og fagmanns. Nemendur kynnast borðbúnaði og notkun hans og fá þjálfun í borðlagningu. Fjallað er um vinnuskipulag og nemendur læra að búa sig undir hvern þátt starfsins og ganga frá eftir vinnu samkvæmt góðum fagvenjum. Nemendur fá fræðslu um ýmsar aðferðir sem koma framreiðslumönnum að gagni í samskiptum við gest. Fjallað eru grunnþætti vínfræðinnar og nemendur kynnast meðhöndlun á vindlum. Kennd er vinna í vínstúku, notkun tækja og áhalda sem þar tilheyra ásamt því að aðlaga erlendar uppskriftir áfengra drykkja að íslenskum mælieiningum Nemendur læra um vínfræði bjórs og eimaðs áfengis.

Markmið:
Nemandi

 • þekki hefðir um borðlagningu, meðhöndlun líns, áhalda og glasa
 • kunni skil á framreiðsluaðferðum og vinnu við borðhald
 • hafi þekkingu á vörumóttöku og hvernig ganga skuli frá vörum í geymslu
 • viti hvernig haga ber samskiptum við gesti
 • kunni skil á algegnum neysluvenjum hjá hinum ýmsu þjóðum
 • þekki framreiðslu morgunverðar
 • þekki íslensku fánalögin
 • kunni að meðhöndla vindla og viti hvernig eigi að varðveita gæði þeirra
 • þekki feril bjórgerðar og farmreiðslu bjórs
 • þekki framleiðsluferil eimaðra vína, bittera og líkjöra
 • viðhafi hollustu og heilbrigði í starfi og viti hvernig forðast má atvinnusjúkdóma
 • sé meðvitaður um klæðaburð og mikilvægi snyrtilegrar framkomu
 • þekki lög og reglugerðir sem viðkoma starfinu
 • fái fræðslu um hina ýmsu tískustrauma í blöndum á óáfengum og áfengum drykkjum

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 10:28

Go to top