Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FTB101 Fagtækni bakara I

Undanfari: enginn

Í áfanganum er fjallað um helstu áhöld, tæki og vélar sem notuð eru í bakaríum. Kennd er dagleg umhirða þeirra og einföldustu viðhaldsatriði. Sérstök áhersla er lögð á umhirðu hnífa og handverkfæra. Þessi áfangi er kenndur samhliða BAK10A, FFB102 og HEB102.

Markmið
Nemandi

  • þekki helstu vélar, tæki og annan búnað sem bakarar nota við vinnu sína
  • geti sinnt daglegri umhirðu og einföldum, fyrirbyggjandi viðhaldsaðgerðum algengustu véla og tækja
  • kunni að viðhalda biti í hnífum og öðrum skurðarverfærum
  • þekki og kunni að nota tölvur og tölvustýrð stjórnborð helstu véla og tækja, s.s. frysta, ofna og hefskápa

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 10:36

Go to top