Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FFB202 Fagfræði bakara II

 

Undanfari: FFB102

Áfanganum er ætlað að dýpka og breikka þekkingu nemenda á öllum helstu vinnsluaðferðum á brauði, kökum, tertum og öðrum þeim vörutegundum sem algeng eru í bakaríum ásamt uppbyggingu uppskrifta. Fjallað er um allar almennar brauð- og kökutegundir og deiggerðir, einkum meðferð og notkun súrdeigs og kennd faghugtök. Þá er farið yfir allar helstu aðferðir sem eru notaðar við framleiðslu, bakstur, frágang og skreytingu á brauði, kökum, konfekti, tertum og eftirréttum. Nemendur þjálfast í notkun innlendra og erlendra uppskrifta- og fagbóka og vinna sérstakt uppskriftaverkefni sem m.a. felst í að magnbreyta uppskriftum. Áfanginn er kenndur samhliða BAK20A og HEB202.

Markmið
Nemandi

  • kunni grundvallaratriði súrdeigsframleiðslu
  • kunni framleiðsluferli helstu brauð- og kökutegunda
  • kunni að beita helstu efnis-, eðlis- og líffræðilegum hvötum við deigvinnslu
  • geti búið til, þróað og unnið með uppskriftir
  • læri að skipuleggja vinnu sína á hagkvæman og skilvirkan hátt
  • geti skipulagt vinnu sína í samræmi við lög og reglur um hreinlæti og hollustuhætti

 

 

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 10:27

Go to top