Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FFB102 Fagfræði bakara I

Undanfari: enginn

Í áfanganum er fjallað um fjölmarga samverkandi þætti sem hafa áhrif á bakstur. Kennd eru grundvallaratriði um helstu deiggerðir í brauðum og kökum og m.a. skýrðar þær breytingar sem eiga sér stað í deigi á framleiðsluferlinu. Áhersla er lögð á að kenna fagleg vinnubrögð, s.s. nákvæmni við að mæla og vigta hráefni og röð hráefna í deig. Stefnt er að því að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á vinnsluaðferðum og uppbyggingu uppskrifta ásamt sögulegri þróun fagsins. Áfanginn er kenndur samhliða BAK10A og HEB102.

Markmið
Nemandi

  • þekki framleiðsluferli helstu brauð- og kökutegunda
  • þekki helstu áhrifavalda sem tengjast lyftingu í deigi
  • þekki meginatriði er varða sögu greinarinnar og þróun hérlendis og erlendis
  • geti búið til, þróað og unnið með uppskriftir
  • geti skipulagt vinnu sína í samræmi við lög og reglur um hreinlæti og hollustuhætti

Uppfært miðvikudagur, 17 október 2007 10:25

Go to top