Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaMatvælanámIðnnámBakaraiðnÁfangarErlend tungumálDAN102 Danska fyrir grunndeild matvæla og AN3

DAN102 Danska fyrir grunndeild matvæla og AN3

 Undanfari: enginn

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis, óháð miðlum og kynnist fagtengdu efni matvælagreina. Afmarkaður þáttur áfangans felst í einstaklingsmiðuðum verkefnum er byggja á fagtengdri reynslu nemenda og núverandi aðstæðum. Nemendur geti skrifað a.m.k. 150 orð á 10 mínútum um ákveðið efni eftir markvissan undirbúning og á sama hátt haldið samtali gangandi og kynnt efni í alls 7 mínútur

Markmið:

Nemandi

  • þjálfist í að tileinka sér orðaforða við hæfi efnis hverju sinni
  • þjálfist í mismunandi lestraraðferðum og lestrartækni sem taki mið af tilgangi lesturs hverju sinni
  • þjálfist í hlustun
  • þjálfist í munnlegri færni
  • þjálfist í skriflegri færni
  • þjálfist í að nota hjálpargögn og kennsluforrit
  • þjálfist í að taka ábyrgð á og meta eigin getu og námsframvindu

Uppfært þriðjudagur, 14 janúar 2014 11:34

Go to top