Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Bakaraiðn

Markmið náms í bakaraiðn
Meginmarkmið náms í bakaraiðn er að nemendur hljóti nauðsynlega, almenna og faglega menntun til að takast á við þau störf sem tilheyra greininni. Þeir skulu öðlast þekkingu á hráefni, vélum, tækjum og öðrum búnaði sem bakarar vinna að jafnaði með. Að loknu námi í skóla og á starfsþjálfunarstað skulu nemendur hafa öðlast innsýn í helstu störf greinarinnar, tileinkað sér helstu verkþætti og þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og samstarfi við aðra.

Umsókn

Bakstur
Almennar bóklegar greinar 12 einingar
Íslenska ÍSL102 2
Erlend mál ENS102 2
Stærðfræði STÆ102 2
Lífsleikni LKN131, 231, 331 3
Íþróttir ÍÞR101, 111, 201 3
Sérgreinar 48 einingar
Bakstur BAK10A, 20A 20
Fagræði bakara FFB102, 202 4
Fagtækni bakara FTB101, 202 3
Hráefnisfræði bakara HEB102, 202 4
Hreinlætis- og örverufræði HRÖ101 1
Iðnreikningur IÐM102 2
Íslenska fyrir matvæla- og veitingagreinar ÍSL222 2
Næringarfræði NÆR113 3
Stærðfræði fyrir matvæla- og veitingagreinar STÆ222 2
Tungumál fyrir matvæla- og veitingagreinar DAN102, 222, ENS222 6
Öryggismál og skyndihjálp ÖRS101 1
Starfsþjálfun 126 vikur 126 einingar
Samtals: 186 einingar

 

 

Að loknu sérnámi í bakaraiðn skal nemandi, auk þess að uppfylla almenn lokamarkmið sérnáms,

  • kunna skil á hráefni, hjálparefnum o.fl. sem notuð eru í bakstur, meðferð þeirra, flokkun og gæðamati.
  • kunna aðferðir við hámarksnýtingu hráefnis og geta reiknað út bakstursrýrnun á brauðvörum.
  • þekkja algengar uppskriftir og vita hvaða vinnsluaðferð á við hverju sinni ásamt hitastigi, baksturstíma o. fl.
  • geta unnið eftir uppskriftum, breytt þeim eftir framleiðslumagni ef þurfa þykir og valið vinnsluaðferð við hæfi hverju sinni.
  • geta reiknað út hollustu- og næringargildi helstu framleiðsluvara.
  • kunna skil á verðútreikningi á vöru og þjónustu, geta reiknað út arðsemi og unnið við sjóðsvél þar sem við á.
  • kunna að stilla upp vöru og kynna fyrir neytendum og viðskiptavinum.
  • vera sjálfstæður í vinnubrögðum og geta leiðbeint á vinnustað.
  • geta unnið sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum tengdum bakstri s.s. brauða- og smábrauðabakstur, köku- og tertugerð, sætabrauðsbakstur, eftirréttagerð, sælgætisgerð, framleiðslu skyndirétta og kexbakstur.
  • geta metið hvaða vinnsluaðferð á við hverju sinni, svo sem að hnoða, hræra eða þeyta deig.

 

 

Uppfært miðvikudagur, 09 ágúst 2017 11:09

Go to top