Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaMatvælanámGrunndeild matvæla- og ferðagreina

Grunnnám matvæla- og ferðagreina

Lýsing:

Grunnnám matvæla- og ferðagreina er námsbraut með námslokum á fyrsta þrepi. Námið er ætlað nemendum sem stefna að frekara námi í matvæla og ferðagreinum. Námið felur í sér almenna menntun þar sem lögð er áhersla á alhliða þroska nemanda og lýðræðislega virkni. Námið er undirbúningur fyrir iðnnám í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu og en einnig er það undirbúningur fyrir frekara nám í matartækni og/eða í ferðaþjónustu. Námið er tveggja anna nám 63 einingar, sem skiptist í bóklegar og verklegar faggreinar sem og kjarnagreinar í íslensku, ensku og stærðfræði. Áfangar í ensku, stærðfræði og íslensku eru á öðru þrepi. Í framhaldi af brautinni geta nemendur farið í frekara nám að eigin vali. Áfanga af brautinni er hægt að meta inn á aðrar námsbrautir.
Nemendur fá bæði starfskynningu í ferða- og matvælagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám að eigin vali.
Námið veitir tveggja mánaða styttingu á verknámi í iðngrein þeirri sem nemandi velur sér.


Grunnupplýsingar

Meginatriði brautarlýsingar

Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Nemendur sem náð hafa hæfnieinkunn B eða hærra í kjarnagreinum við lok grunnskóla eða lokið fyrsta þreps áfanga innritast í annars þreps áfanga í þeim greinum.
Skipulag: Námið er bæði bóklegt og verklegt. Mestur hluti þess fer fram í skóla en þó fara nemendur í 48 kennslustundir í starfskynningu/starfsþjálfun á vinnustað. Þar öðlast nemendur þekkingu og leikni til að takast á við mismunandi störf sem tengjast ferða- og matvælagreinum.
Almennir bóklegir áfangar í skóla eru íslenska, enska og stærðfræði og eru þeir á öðru þrepi. Hafi nemandi ekki náð lágmarskárangri úr grunnskóla tekur hann áfanga af fyrsta þrepi eftir því sem við á. Nemendur taka einnig tvo íþróttaáfanga.
Nemendur taka fagtengda áfanga í innraeftirliti og matvælaöryggi, næringarfræði, öryggismál og skyndihjálp, tölvuáfanga og örverufræði. Kjörsviðið er 40 feiningar og skiptist í fag- og örverufræði matvælagreina, verklega færniþjálfun ferða- og matvælagreina, verklega þjálfun á vinnustað og tvo valáfanga sem eru á sérsviði hvers skólasvæðis. Í áfanganum verkleg þjálfun á vinnustað fara nemendur í starfskynningar þar sem þeir fá tækifæri til að kynnast betur þeim ferða- og matvælagreinum sem þeir hafa áhuga á.
Nemendur sem ljúka þeim áföngum sem eru á brautinni fá metnar sex vikur úr vinnustaðaþætti námsins sem starfsþjálfun á þeirri námsbraut sem þeir velja í framhaldi af grunnámsbrautinni. 
Námsmat Námsmat brautarinnar er fjölþætt. Fer það fram með skriflegum-, munnlegum- og verklegum prófum, verkefnamati, ástundun o.fl. Hvað varðar verklega þátt námsins á vinnustað fá nemendur hann metinn út frá gefnum forsendum. 
Starfsnám: Lengd starfskynningar er 18-24 klst. á hvorri önn. Hún fer fram í fyrirtækjum sem hafa fjölbreytta faglega færni tengda þeim störfum sem um ræðir. Hér er átt við fyrirtæki í ferðaþjónustu s.s. ferðaskrifstofur, hótel, kjötvinnslur, gróðurhús, fiskvinnslu, bakarí, veitingastaði o.fl. Það er á ábyrgð hvers skóla að skipuleggja starfskynningar nemenda þannig að þeir fái tækifæri til að kynnast ólíkum störfum í ferða- og matvælagreinum. Í þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga, er gerð krafa um að iðnmeistari eða sveinn í iðngrein annist starfskynninguna.
Reglur um námsframvindu: Einingafjöldi brautar eru 63 einingar. Nemandi þarf að ná einkunninni 5 til að standast áfanga brautarinnar. Námstími GMF eru 2 annir. Nemandi þarf að ljúka undanförum til þess að halda áfram námi í hverri grein fyrir sig þar sem við á
Hæfniviðmið:

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...

  • vera virkur þegn í lýðræðisþjóðfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu
  • gera sér grein fyrir mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin líkama og heilsu
  • afla sér frekara náms í greinunum
  • fjalla um mismunandi störf í matvæla- og ferðaþjónustu
  • vinna mismunandi störf í matvæla- og ferðaþjónustugreinum undir handleiðslu iðnmeistara og/eða tilsjónarmanns
  • gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgja viðurkenndum starfsaðferðum sem notaðar eru við störf í ferða- og matvælaiðnaði
  • tengja mikilvægi eigin hreinlætis við kröfur um hreinlæti sem gerðar eru í öllum störfum (HACCP) í matvælagreinum
  • eiga samskipti við fólk byggð á skilningi og virðingu
  • bera ábyrgð á eigin framkomu, hafa skýra sýn á þjónustuhlutverkið og geta tekið afstöðu til álitamála sem kunna að koma upp
  • meta öryggi og aðbúnað á vinnustað og geta brugðist rétt við grunnþáttum skyndihjálpar

Einingafjöldi

Fjöldi framhaldsskólaeininga sem þarf til að útskrifast af brautinni

63  fein.

Kjarni

Skylduáfangar brautarinnar

NámsgreinSkst.Þrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4fein.
Enska ENSK 1AU05       5
Innra eftirlit og matvælaöryggi IEMÖ 1GÆ02       2
Íslenska ÍSLE 1AL05       5
Íþróttir ÍÞRÓ

1AA01

1AB01

      2
Nám og tölvur NÁTÖ 1UT03       3
Næringarfræði, grunnur NÆRG    2FV05      5
Stærðfræði STÆR 1GM05      
Verkleg og bókleg færniþjálfun í matvælagreinum VBFM 

1VA12

1VB12

      24
Verkleg þjálfun á vinnustað VÞVM 1MG02       2
Öryggismál og skyndihjáp ÖRSK 1ÖR02       2
Örverufræði  ÖRVR    2HR02     2
Þjónustusamskipti ÞJSK

1ÞA03

1ÞB03

     
Einingar    56 7     63

 

Hlutfall eininga á þrepum í kjarna
Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
 89%  11% 0  0

 

Frjálst val 

frjálst val er ekki leyft.

Starfsnám á vinnustað

Nemendur sem ljúka þeim áföngum sem eru á brautinni fá metnar sex vikur úr vinnustaðaþætti námsins sem starfsþjálfun á þeirri námsbraut sem þeir velja í framhaldi af grunnámsbrautinni

 

Uppfært miðvikudagur, 19 september 2018 20:20

Go to top