Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Meistaranám í matvælagreinum

  

Meistaranám í matvælagreinum

Haustið 2010 var farið af stað með meistaranám skv. nýrri námskrá í Hótel- og matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.  Iðnmeistaranámið verður í  boði í staðbundnum lotum í samtals fjórum kennslulotum.
Iðnmeistarar gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan fyrirtækis. Í litlu iðnfyrirtæki er meistarinn allt í senn; atvinnurekandi, stjórnandi, faglegur leiðtogi og kennari eða leiðbeinandi.  Í stærri fyrirtækjum er oftast um að ræða hreinni verkaskiptingu og hefur það færst í vöxt að viðskiptamenntað fólk sjái um fjármálahlið fyrirtækisins en meistarar gegni aðallega stjórnunarstörfum, faglegri umsjón og leiðsögn.

Hvort sem iðnmeistarinn annast sjálfur alla þætti í stjórnun og rekstri fyrirtækisins eða ræður aðra til þess er endanleg ábyrgð á hans herðum.  Hann þarf því að búa yfir grunnþekkingu og yfirsýn varðandi rekstur og vera fær um að leggja sjálfstætt mat á einstaka þætti.

Áfangarnir sem kenndir eru:

Stofnun og þróun fyrirtækja
Stjórnun

Rekstur og fjármál
Kennsla og leiðsögn

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir áfangastjóri Baldur Sæmundsson í síma 594 4000 eða í netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Uppfært fimmtudagur, 03 mars 2011 09:11

Go to top