Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Kjötiðn

Námið er fjögurra ára samningsbundið iðnnám og lýkur með sveinsprófi. Þar af eru þrjár annir í skóla, alls 60 einingar. 20 einingar eru í verklegri kennslu í kjötiðn. Þær skiptast á tvær annir, eins og áfanganúmerin gefa til kynna og lýkur með verklegu lokaprófi sem er meginhluti námsmatsins en einnig kemur til símat fagkennara. 

Umsókn

Kjötiðn
Almennar bóklegar greinar 12 einingar
Íslenska ÍSL102 2
Erlend mál ENS102 2
Stærðfræði STÆ102 2
Lífsleikni LKN131, 231, 331 3
Íþróttir ÍÞR101, 111, 201 3
Sérgreinar 48 einingar
Fagfræði kjötiðn FFK103, 203 6
Hreinlætis- og örverufræði HRÖ101 1
Hráefnisfræði í kjötiðn HEK104 4
Iðnreikningur IÐM102 2
Íslenska fyrir matvæla- og veitingagreinar ÍSL222 2
Kjötiðn KJÖ108, 20C 20
Næringarfræði NÆR113 3
Stærðfræði fyrir matvæla- og veitingagreinar STÆ222 2
Tungumál fyrir matvæla- og veitingagreinar DAN102, 222, ENS222 6
Véla- og tækjafræði VTK101 1
Öryggismál og skyndihjálp ÖRS101 1
Starfsþjálfun 126 vikur 126 einingar
Samtals: 186 einingar

Strax í upphafi borgarmenningar höfðu menn með sér verkaskiptingu og til varð stétt manna sem sá um slátrun og hlutun gripa. Í framhaldi af því voru gerðar tilraunir með geymslu og nýtingu.

Rekja má kjötiðn allt til fornaldar en sagnritarar fyrri tíma hafa upplýst að bæði Forn-Grikkir og Rómverjar þekktu til aðferða þar sem blandað var saman söxuðu kjöti, fitu, salti og kryddi. Blöndunni var svo troðið í dýragarnir úr varð „dæmigerð pylsa”.

Aðferðir við kjötvinnslu hafa síðan þróast með mannkyninu. Vinnubrögð og uppskriftir hafa gengið að erfðum í fjölskyldum eða frá meistara til lærlings allt til vorra daga. Neysluvenjur og kröfur þjóðfélagsins hafa breyst og til að mæta þeirri þróun hefur starfssvið kjötiðnaðarmannsins breyst á undanförnum árum.

Starf kjötiðnaðarmannsins er því ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt og fer fram í verslunum og kjötvinnslum. Auk þess að búa til rétti í ofninn, á pönnuna og í pottinn sagar hann og úrbeinar kjötskrokka. Hann útbýr m.a. alls kyns steikur og leiðbeinir neytandanum um meðferð og matreiðslu. Kjötiðnaðarmaðurinn kryddar saltar, reykir og kryddleggur kjöt, býr til kjötfars, vínarpylsur, hrápylsur, kæfur og pate svo eitthvað sé nefnt.

Markmið
Nemandi

  • öðlist þá faglegu færni sem þarf til að starfa sem kjötiðnaðarmaður
  • þjálfist í að vinna sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum tengdum kjötiðnaðiði.
  • öðlist skilning á framleiðsluferlum helstu kjötiðnaðarafurða.
  • öðlist efnafræðilegan og eðlisfræðilegan skilning á framleiðsluferli helstu kjötiðnaðarafurða.
  • kynnist og læri að vina eftir lögum og reglum sem lúta að framleiðslu kjöts og kjötafurða.

Uppfært miðvikudagur, 09 ágúst 2017 11:10

Go to top