Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaIðnnámFramreiðsla (þjónn)

Framreiðsla

Nám í framreiðslu er þriggja ára samningsbundið iðnnám, sem skiptist í bóklegar og verklegar greinar, þrjár annir í skóla og vinnu undir handleiðslu meistara. Nám í skóla eru sextíu og einingar þar af 29 einingar í verklegri og bóklegri framreiðslu. Námsmat í framreiðslu fer fram í verklegum og skriflegum prófum og lýkur með skólaprófi og sveinsprófi.

Kjörorð deildarinnar eru:
þekking - háttvísi - mannauður - hugmyndaflug - sköpunargleði 

Umsókn

Framreiðsla
Almennar bóklegar greinar 12 einingar
Íslenska ÍSL102 2
Erlend mál ENS102 2
Stærðfræði STÆ102 2
Lífsleikni LKN131, 231, 331 3
Íþróttir ÍÞR101, 111, 201 3
Sérgreinar 48 einingar
Fagfræði framreiðslu FFF107, 205 12
Framreiðsla FFR107, 208 15
Hreinlætis- og örverufræði HRÖ101 1
Iðnreikningur IÐM102 2
Íslenska fyrir matvæla- og veitingagreinar ÍSL222 2
Matseðlafræði MSF101, 201 2
Næringarfræði NÆR113 3
Stærðfræði fyrir matvæla- og veitingagreinar STÆ222 2
Tungumál fyrir matvæla- og veitingagreinar DAN102, 222, ENS222 6
Vínfræði VÍN102 2
Öryggismál og skyndihjálp ÖRS101 1
Starfsþjálfun 80 vikur 80 einingar
Samtals: 140 einingar

Framreiðsla er víðtækt orð og nær yfir marga starfsþætti. Það er fjölbreytt og krefst færni í vinnuskipulagi og samvinnu. Starfið krefst mannþekkingar, hæfileika til að umgangast fólk og lipurð í mannlegum samskiptum.

Gestir veitingahúsa koma úr öllum stéttum samfélaga frá hinum almenna borgara til þjóðhöfðingja og þarf framreiðslumaður að hafa kunnáttu og þekkingu til að umgangast og uppfylla kröfur þessara þjóðfélagshópa.

Starfið er jafnframt skapandi og gefandi og reynir á frumkvæði til að skapa þær aðstæður sem óskað er eftir við mismunandi tilefni.

Framreiðslumaður er lykilpersóna í starfsemi hótela og veitingahúsa og þegar kemur að því að gestir meti gæði þjónustu.

Uppfært miðvikudagur, 09 ágúst 2017 11:10

Go to top