Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Viðskiptabraut

 Á viðskiptabraut er áhersla lögð á að byggja upp sterkan þekkingargrunn á sviði viðskipta- og hagfræðigreina. Nemendur öðlast innsýn í fræðilegar starfsaðferðir sviðsins með þjálfun í menningar- og náttúrulæsi í þverfaglegum áföngum. Með frjálsu vali geta nemendur aðlagað námið að þörfum sínum og áhugasviðum. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og þar með býr nemandinn yfir þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við nám á háskólastigi. Brautin er góður undirbúningur fyrir frekara nám s.s. í viðskiptagreinum, hagfræði og lögfræði. Þá veitir námið góða innsýn í íslenskt viðskiptaumhverfi.

Inntökuskilyrði

sjá hér 

Námstími

Námstími til stúdentsprófs er þrjú ár og þarf nemandi að ljúka 33-34 einingum á önn til að ljúka á þeim tíma.

Skipulag

Nám á viðskiptabraut er alls 200 einingar sem skiptast í 100 einingar í kjarna, 50 einingar þar sem nemandi sérhæfir sig í viðskipta- og hagfræðigreinum, 5-20 einingar að auki í stærðfræði og 30-45 einingar í opnu vali á 1. – 4. þrepi þar sem nemendur eru hvattir til að dýpka enn frekar þekkingu sína. Það er mikilvægt að nemendur skipuleggi nám sitt með aðgangsviðmið háskóla í huga eftir því sem við á.

Prentvæn útgáfa - Nemendur fæddir 1999

Prentvæn útgáfa - Nemendur fæddir 2000

Kjarni (K)Skst.1. þrep2. þrep3. þrepFein.
Íslenska ÍSLE   2BA05, 2BB05 3CA05, 3CB05 20
Enska ENSK   2BA05, 2BB05 3CA05 15
Stærðfræði STÆR   2BB052BC052BD05,   15
Danska DANS   2BA05   5
Læsi LÆSI 1AA10     10
Íþróttir ÍÞR 1AA01, 1AA01, 1AA01, 1AA01     4
Þriðja mál

FRAN

SPÆN

ÞÝSK

1AA05, 1AB05, 1AC05

1AA05, 1AB05, 1AC05

1AA05, 1AB05, 1AC05

    15
Nýnemafræðsla NEMI 1AA01     1
Lokaverkefni LOVE     3LV05 5
Einingar úr BK annarrar brautar      10   10
  Fjöldi eininga 30 50 20 100
Brautarkjarni (BK)  
Stærðfræði 5-20 einingar allt eftir því á hvaða framhaldsnám er stefnt STÆR     3CA05, 3CB05, 3CC05, 3CD05 20
Alþjóðaviðskipti ALÞV   2BA05   5
Bókfærsla BÓKF 1AA05  2BA05   10
Fjármálafræði FJÁF     3CA05 5
Frumkvöðlafræði FRUM     3CA05 5
Markaðsfræði MARK   2BA05   5
Reikningshald REIK     3CA05 5
Rekstrarhagfræði REKS   2BA05   5
Viðskiptalögfræði VLÖG   2BA05   5
Þjóðhagfræði ÞJÓР   2BA05  
  Fjöldi eininga 5 30 20-35 55-70
Opið val (OV)

Opið val á 1.-4. þrepi. Mikilvægt er að halda áfram að dýpka þekkingu sína og velja hér
fleiri áfanga af sérsviði brautarinnar eins og t.d. alþjóðaviðskipti, bókfærsla, fjármálafræði,
frumkvöðlafræði, markaðsfræði, markaðsrannsóknir, reikningshald, rekstrarhagfræði, stjórnun, tölvubókhald, viðskiptalögfræði, þjóðhagfræði eða annað val sem skólinn samþykkir sem brautarval. Einnig má velja fleiri áfanga í ensku, íslensku, dönsku, stærðfærði, þriðja máli og íþróttum.

Áfangar á 1. þrepi

Áfangar á 2. þrepi

Áfangar á 3. þrepi

Áfangar á 4. þrepi

 

30-45
  Samtals einingar 200

Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar geta verið 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi.

 

Lokamarkmið viðskiptabrautar

Að loknu námi á viðskiptabraut skal nemandi hafa hæfni til að .....

 • afla sér upplýsinga, meta þær, vinna úr þeim og túlka þær
 • sýna frumkvæði og skapandi hugsun við lausnamiðað nám
 • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
 • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
 • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
 • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
 • nálgast viðfangsefni sín og umhverfi á víðsýnan, umburðarlyndan og ábyrgan hátt
 • fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
 • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði viðskipta- og hagfræðigreina
 • beita aðferðum þeirra greina sem hann sérhæfir sig í og velja viðeigandi rannsóknaraðferð hverju sinni
 • takast á við frekara nám, einkum í viðskiptagreinum, hagfræði og lögfræði

Uppfært föstudagur, 09 febrúar 2018 00:20

Go to top