Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

TÖL103 Inngangur að forritun

Undanfari: enginn

Farið er í helstu þætti í sögu og þróun nútímaforritunar. Undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Lögð er áhersla á að nemendur temji sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita. Nemendur átta sig á hlutverki stýrikerfa við hönnun hugbúnaðar, m.a. við hönnun staðlaðs notendaviðmóts.

Markmið
Nemandi

  • öðlist þekkingu á sögu forritunar
  • geti beitt greiningu og hönnun við undirbúning forritunar
  • geti skipulagt tög og uppbyggingu forrita með föllum og stefjum
  • geti forritað með skilyrðum, lykkjum, föllum og stefjum
  • geti sett upp frumgerð forrits sem lýsir samskiptum manns og tölvu og geti beitt viðurkenndum stöðlum um notendaviðmót
  • geti metið hvernig best er að greina, hanna og forrita einfaldari forrit

Uppfært miðvikudagur, 03 apríl 2013 09:33

Go to top