Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

EFN103 Atómið og mólhugtakið

Undanfari: NÁT123

Í áfanganum er fjallað um frumefni, efnasambönd og efnablöndur. Byggingu atómsins og lotukerfinu eru gerð ítarleg skil. Fjallað er um sterk og veik efnatengi, átturegluna og rafdrægni frumefna. Heiti og formúlur efna, efnahvörf, stilling efnajafna og útreikningar tengdir mólhugtakinu, mólhlutföll og varðveisla massa í efnahvörfum, massaprósentur og ákvörðun reynsluformúlu og sameindaformúlu eru mikilvægir þættir. Þá er farið í helstu tegundir efnahvarfa, fellingar, oxun-afoxun, spennuröð málma, skilgreiningu á lausn, leysni og mettaða lausn, mólstyrk lausna, þynningu lausna og mólstyrk jóna í lausnum. Fjallað er um sýrur og basa, sýru-basa pör, sýrustig (pH hugtakið), hlutleysingu og sjálfsjónun vatns. Verklegar æfingar tengdar efni áfangans eru mikilvægur þáttur.

Markmið
Nemandi

  • öðlist dýpri og víðari sýn á grundvallaratriði almennrar efnafræði
  • auki færni sína í notkun og beitingu efnafræðilegra hugtaka
  • auki færni sína í útreikningum í tengslum við mólhugtakið
  • búi sig undir framhaldsnám í efnafræði
  • læri almenn vinnubrögð við efnafræðilegar tilraunir og skýrslugerð

Uppfært föstudagur, 25 apríl 2008 14:34

Go to top