Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

DAN203 Skilningur, tjáning, menning

 

Undanfari: DAN103/2026

Lögð er áhersla á að nemendur geti skilið inntak sérhæfðs ritmáls- og talmálstexta sem þeir þekkja til eða hafa áhuga á. Nemendur eru þjálfaðir í að nota algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frásögnum. Hver nemandi á að geta lagt til 7 mín. talað efni í hópdagskrá eftir markvissan undirbúning. Nemendur eru þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta og geta skrifað 40-50 línur viðstöðulaust um efni sem búið er að vinna með og 500-600 orða texta með réttri málnotkun í ferliritun með hjálpargögnum. Nemendur lesa mikið af textum almenns eðlis og þrjár skáldsögur.

Markmið

Nemandi

  • noti málið sem tjáskiptatæki, bæði til þess að miðla og afla sér þekkingar og reynslu
  • geti tjáð sig munnlega um flest það sem hann hefur þekkingu á
  • geti tjáð sig skriflega á sjálfstæðan hátt um efni sem hann þekkir
  • hafi fengið innsýn í danska siði, venjur og samskiptahefðir í daglegu lífi
  • geti unnið að lausn heildstæðra verkefna þar sem reynir á alla þætti málnotkunar og alhliða færni
  • geti aflað nýrrar þekkingar og miðlað henni á skýran og skipulegan hátt
  • geti nýtt sér hjálpargögn á markvissan hátt

Uppfært þriðjudagur, 18 mars 2008 11:19

Go to top