Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

DAN103 Skilningur, tjáning, menning I

Undanfari: enginn

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni vakinn. Áhersla er lögð á að orðaforði og lesskilningur nemenda verði aukinn, svo að þeir geti tjáð sig af lipurð munnlega og skriflega. Nemendur eru þjálfaðir í framburði, réttritun, að beita algengustu málfræðireglum, að nota hjálpargögn og kennsluforrit. Nemendur lesi sem mest af textum almenns eðlis og tvær skáldsögur af venjulegri lengd og þyngd. Nemendur geti skrifað 30 línur á 10 mín. um ákveðið efni eftir markvissan undirbúning og á sama hátt haldið samtali gangandi í 10 mínútur.

Markmið

Nemandi

  • hafi vald á samtalstækni í daglegum samskiptum
  • skilji allt venjulegt talað mál á ríkisdönsku
  • sé fær um að beita mismunandi lestraraðferðum, þ.e. leitarlestri, yfirlitslestri, nákvæmnislestri og hraðlestri
  • hafi skilning á og geti beitt helstu málnotkunarreglum
  • viti hvernig hann getur aukið kunnáttu sína og færni í málinu
  • geti nýtt sér hjálpargögn á markvissan hátt
  • geri sér ljósa eigin ábyrgð í málanáminu og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu

Uppfært þriðjudagur, 18 mars 2008 11:23

Go to top