Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

LÍF303 Verkefnalíffræði

Undanfari: LÍF203

Í áfanganum vinna nemendur fjölþætt verkefni undir handleiðslu kennara. Meginmarkmið áfangans er að vinna með þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa aflað sér í fyrri líffræðiáföngum sem og öðrum áföngum sem kunna að fléttast inn í verkefni þeirra. Hver nemandi velur á milli þess að vinna a.m.k. einnar einingar heimildaritgerð eða vefsíðuverkefni sem krefst a.m.k. að hluta til þýðinga úr erlendum fræðiritum um þrengri svið líffræðinnar. Einnig vinna nemendur sjálfstætt og í hópum að rannsóknarverkefnum sem setja viðfangsefni líffræðinnar í víðara samhengi en áður og gefur þeim innsýn inn í verkefnatök vísindaheimsins. Þau skila hugmyndum sínum og niðurstöðum frá sér á greinargóðan hátt. Nemendur nota ýmiss konar búnað og nýta upplýsinga- og samskiptatækni við verkefni sín. Gert er ráð fyrir samstarfi við stofnanir og ýmsa aðila sem starfa innan fræðasviðsins.

Markmið
Nemandi

  • kynni sér umfjöllun um líffræðileg efni í kennslubókum, fjölmiðlum, fræðiritum og á netinu
  • geti gert raunhæfar áætlanir um rannsóknaraðferðir
  • sé fær um að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum í tengslum við líffræðinám sitt á greinargóðan, gagnrýninn og skapandi hátt
  • þjálfist í að vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra að fjölbreytilegum verkefnum
  • þjálfist í að móta eigin afstöðu, studda rökum og niðurstöðum eigin athugana og annarra
  • geri sér grein fyrir mikilvægi líffræðirannsókna í nútímaþjóðfélagi

Uppfært þriðjudagur, 13 maí 2008 13:11

Go to top