Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

LÍF113 Vistfræði

 

Undanfari: NÁT103

Markmið áfangans er að kynna helstu viðfangsefni og aðferðir vistfræðinnar. Helstu námsþættir eru vistkerfi, líffélög, búsvæði, lífbelti, stofnar, orkuflæði um vistkerfi, efnahringrásir, mengun og náttúruvernd. Nemendur kynnast íslenskum vistkerfum og umhverfismálum, auk þess sem fjallað er um þau samskipti sem eiga sér stað á milli lífvera, samspil þeirra við umhverfið og hvernig þessir þættir hafa áhrif á stofnstærð lífvera, búsvæðaval, sess, samkeppni og þróun. Fjallað er um á hvern hátt maðurinn hefur raskað umhverfi sínu og hvernig bregðast má við. Lögð er áhersla á lífríki Íslands og skoðuð dæmi úr íslenskri náttúru, bæði í verklegum og bóklegum tímum. Helstu aðferðir við stofnstærðarmælingar eru kynntar ásamt öðrum völdum vistfræðirannsóknaraðferðum.

Markmið
Nemandi

  • þekki aðferðir og viðfangsefni vistfræði og tengsl hennar við aðrar greinar
  • þekki helstu hugtök og stefnur innan vistfræði
  • þekki mismunandi gerðir vistkerfa og sérstöðu íslenskrar náttúru
  • þekki notagildi vistfræði fyrir umhverfismál og auðlindanýtingu

Uppfært þriðjudagur, 13 maí 2008 13:12

Go to top