Undanfari: enginn
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar. Nemendur lesa fjölbreytta bókmenntatexta og ýmsa texta sem birtast í dagblöðum, tímaritum, fræðiritum og á netinu. Nemendur læra grunnatriði bókmenntafræði, bragfræði og hljóðfræði og fá þjálfun í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Þeir læra að meta góða málnotkun og öðlast trú á eigin málhæfni í ræðu og riti.
Markmið
Nemandi
- kynnist ýmsum bókmenntaverkum og öðrum tegundum texta
- efli með sér læsi og túlkunarhæfni á texta og myndir
- geti beitt hugtökum bókmenntafræði og bragfræði
- þekki helstu mállýskur á Íslandi
- læri hljóðfræði og gildi hennar við að temja sér góðan framburð
- geti tjáð sig og lesið af sjálfsöryggi frammi fyrir hópi
- geti greint mismunandi málsnið og notað það
- þjálfist í margs konar ritsmíðum og notkun hjálpargagna
Uppfært miðvikudagur, 18 febrúar 2015 11:15