Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

EFN203 Gaslögmálið og efnahvörf

Undanfari: EFN103

Í áfanganum er fjallað er um ástand efna, lögmál Daltons og Avogadrosar og hlutþrýsting. Gaslögmálinu og útreikningum því tengdu eru gerð ítarleg skil. Mikilvægir þættir eru: Orka í efnahvörfum, útvermin og innvermin hvörf, hvarfvarmi ∆H, orkulínurit, virkjunarorka, lögmál Hess, myndunarvarmi og mólbrennsluvarmi. Farið er ítarlega í jafnvægi í efnahvörfum, umhverf efnahvörf, jafnvægislíkingu, jafnvægisfasta, hvarfkvóta og lögmál le Chateliers. Fjallað er um skilgreiningu á söltum, leysni salta, leysnimargfeldi, myndun botnfalls og áhrif sams konar jóna á leysni salts. Hraði efnahvarfa og tengsl hraða við hita, mólstyrk og hvata. Hraðajöfnur, hraðafasti og hvarfgangur efnahvarfs. Mikil áhersla er á verklegar tilraunir tengdar efni áfangans og skýrslugerð.

Markmið
Nemandi

  • kynnist efnafræði sem vísindagrein og þekki helstu hugtaka- og flokkunarkerfi hennar
  • dýpki þekkingu sína á lögmálum efnafræðinnar
  • auki þekkingu sína og færni í aðferðum efnafræðinnar við rannsóknir á efnum með efnagreiningum og efnasmíðum
  • búi sig undir háskólanám, einkum í raungreinum og heilbrigðisgreinum

Uppfært þriðjudagur, 13 maí 2008 13:16

Go to top