Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Náttúrufræðibraut

 Blundar Einstein í þér?

Náttúrufræðibraut býður upp á þrjár línur: eðlis- og efnafræðilínu, líffræðilínu og tölvulínu.
Brautin hefur það skýra markmið að búa nemendur sem best undir framhaldsnám í heilbrigðisvísindum, s.s. læknisfræði og hjúkrunarfræði, og einnig undir nám í raunvísindum, s.s. eðlisfræði og verkfræði.

Kennarar brautarinnar hafa yfirgripsmikla þekkingu í hinum ýmsu greinum raunvísinda. Kennarahópurinn myndar mjög sterkan þekkingargrunn sem notaður er til að veita nemendum sem traustasta þekkingu í raunvísindum og nemendur hafa t.d. átt velgengni að fagna í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna.

Í kennslustofum líffræði, efnafræði og eðlisfræði er aðbúnaður afar glæsilegur og reyndar með þeim besta sem þekkist. Auk markvissra grunnáfanga í eðlisfræði, efnafræði, jarðvísindum og líffræði eru í boði fjölbreyttir valáfangar sem byggja á raunvísindum, s.s. veður- og haffræðiáfangar.

Inntökuskilyrði á allar línur náttúrufræðibrautar: Til innritunar á stúdentsprófsbraut (félagsfræðibraut, viðskipta- og hagfræðibraut, málabraut og náttúrufræðibraut) þarf nemi að hafa náð 6 í skólaeinkunn við lok grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði. Hafi nemi einkunnina 5

Kjarnaeiningar eru 98. Allir taka sömu kjarnagreinar.

Kjörsviðseiningar eru 30. Í þeim felst sérhæfing brautarinnar. Heimilt er að velja allt að 12 einingar af kjörsviði annarrar brautar í samráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra. Skólinn setur upp æskilegar kjörsviðsgreinar á hverri námslínu.

Valeiningar eru 12.

Nám til stúdentsprófs er samtals 140 einingar

Námstími er 6-8 annir.

Uppfært mánudagur, 15 febrúar 2016 16:05

Go to top