Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

SAM103 Samskipti í ferðaþjónustu

Undanfari: enginn

Farið er í hugmyndafræði þjónustusamskipta og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Fjallað er um viðhorf þjónustuaðila í gæðastjórnun og helstu hugtök fræðigreinarinnar eru skoðuð, s.s. menning, fordómar, framkoma, þjónustuferli o.fl. Aðferðafræði þjónustusamskipta eru gerð ítarleg skil. Nemendur þróa og framkvæma hóprannsókn á sviði þjónustusamskipta. Verklegar æfingar eru notaðar til að auka færni nemenda í þjónustusamskiptahlutverki sínu. Sérstök áhersla er lögð á tjáningu, framkomu og aukið innsæi nemenda í þjónustusamskiptahlutverkið.

Markmið

Nemandi

  • verði meðvitaður um eigin framkomu og samskipti við aðra, s.s viðskiptavini, samstarfsmenn, starfsmenn fyrirtækja og stofnana
  • þjálfist í skipulögðum vinnubrögðum í námi, vinnulagi, skýrslugerð og uppsetningu stærri verkefna
  • kynnist mikilvægi þjónustu í rekstri fyrirtækja og stofnana
  • þjálfist í að veita góða og áhrifamikla þjónustu
  • þjálfist í að koma fram og taka við kvörtunum
  • stuðli ætíð að jákvæðum samskiptum við viðskiptavini, samstarfsmenn og fleiri aðila

Uppfært þriðjudagur, 18 mars 2008 11:36

Go to top