Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

DAN403 Bókmenntir, fjölmiðlar, þemavinna

Undanfari: DAN303

Lögð er áhersla á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá þjálfun í beitingu málsins í ræðu og riti. Nemendur verða færir um vinna að viðamiklum verkefnum þar sem lögð er sívaxandi ábyrgð á herðar þeirra. Þeir sýna frumkvæði og að þeir geti samtímis sinnt hugðarefnum sínum og þjálfast í öguðum vinnubrögðum. Áfanganum er skipt í þrjá hluta þar sem nemendur bera sjálfir ábyrgð á vali, efnisöflun, úrvinnslu, birtingarformi og mati. Hér er ferlið ekki síður mikilvægur þáttur en það sem út úr vinnunni kemur og þess vegna þurfa nemendur að halda ítarlega dagbók meðan á vinnunni stendur ásamt því að safna í sýnimöppu úrvali verkefna sem endurspeglar færni þeirra í öllum þáttum tungumálsins.

Markmið

Nemandi

 • geti lesið alla texta almenns eðlis (sem eðlilegt er að nemandi lesi miðað við þroska og áhuga) og ráði við velflesta sérhæfða texta með aðstoð orðabókar
 • geti leitað sér upplýsinga á bókasöfnum eða netinu
 • geti talað óhikað um þau málefni sem eru til umfjöllunar hverju sinni
 • geti skilið allt venjulegt talað mál og áttað sig á samhengi og inntaki þegar fjallað er um flóknari hluti og óþekkt hugtök
 • geti skrifað nánast rétt mál með aðstoð orðabóka, leiðréttingarforrita og uppflettirita
 • geti notað orðaforða sem hæfir tilefni skrifanna hverju sinni
 • geti skrifað greinar og ritgerðir og skráð viðtöl
 • verði fær um að skipuleggja vinnu sína
 • geti fært rök fyrir máli sínu og svarað gagnrökum
 • geti flutt mál sitt frammi fyrir hópi
   

Uppfært þriðjudagur, 18 mars 2008 11:03

Go to top