Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

DAN303 Skilningur, tjáning, sérhæfing

Undanfari: DAN203

Lögð er áhersla á að nemendur verði læsir á flókna texta og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá ríkuleg tækifæri til munnlegrar og skriflegrar tjáningar og vinna saman að verkefnum og kynningum sem þeir flytja fyrir hópinn. Nemendur leita m.a. fanga á vefsíðum og horfa á stuttmyndir. Áhersla er lögð á skapandi skrif en einnig þjálfast nemendur í að umskrifa og bæta eigin texta. Yfir önnina safna nemendur verkefnum í möppu sem endurspeglar færni þeirra í öllum þáttum tungumálsins.

Markmið

Nemandi

  • dýpki þekkingu sína á danskri menningu og þjóðfélagi
  • öðlist færni í að skipuleggja hópvinnu og vinna í hóp
  • geti fært rök fyrir máli sínu og svarað gagnrökum
  • geti flutt mál sitt frammi fyrir hópi
  • geti unnið með tungumálið við ólíkar aðstæður
  • þjálfist í að meta framlag sitt og annarra

Uppfært þriðjudagur, 18 mars 2008 11:05

Go to top