Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Málabraut

Metnaður og fjölbreytni

Á málabraut eru tvær leiðir ferðalína og málalína.

Málabraut veitir góðan undirbúning í íslensku, ensku, og þremur öðrum tungumálum. Mikið er um samstarf við erlenda skóla, bæði tölvusamskipti, heimsóknir og nemendaskipti. Tungumálakennsla í MK er margverðlaunuð enda mikill metnaður í þróunarstarfi og vel fylgst með nýjungum í námi og kennslu. Áhersla er lögð á sögu, bókmenntir, leikhús og listir. Stúdentspróf af málabraut er aðgöngumiði að fjölbreyttu námi í tungumálum, hug- og félagsvísindum.

Inntökuskilyrði á mála- og ferðalínu: Til innritunar á stúdentsprófsbraut (félagsfræðibraut, viðskipta- og hagfræðibraut, málabraut og náttúrufræðibraut) þarf nemi að hafa náð 6 í skólaeinkunn við lok grunnskóla í íslensku, ensku og stærðfræði. Hafi nemi einkunnina 5<6 í þessum greinum innritast hann á stúdentsprófsbraut en skráist í hægferðaráfanga í viðkomandi grein.

Kjarnaeiningar eru 98. Allir taka sömu kjarnagreinar.

Kjörsviðseiningar eru 30. Í þeim felst sérhæfing brautarinnar. Heimilt er að velja allt að 12 einingar af kjörsviði annarar brautar í samráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra. Skólinn setur upp æskilegar kjörsviðsgreinar á hverri námslínu.

Valeiningar eru 12.

Nám til stúdentsprófs er samtals 140 einingar.

Námstími er 6-8 annir.

Uppfært miðvikudagur, 05 september 2012 14:31

Go to top