Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

STÆ263 Algebra, föll og mengi

 

Undanfari: STÆ103

Nemendur eru þjálfaðir í almennri algebru. Talnakerfi, föll og gröf þeirra eru tekin fyrir en gert er ráð fyrir að nemendur öðlist skilning á þessum þáttum með því að beita vasareikni og tölvu við úrlausn verkefna. Áhersla er lögð á notkun efnisþátta innan viðskipta- og samfélagsgreina. Helstu efnisatriði eru undirstaða algebru, veldi, veldareglur og rætur. Algebra í sögulegu samhengi. Námundun. Undirstöðuatriði talningarfræði. Hugtakið fall, skilgreining þess og almennir eiginleikar. Graf falls, sér í lagi annars stigs margliðu. Lausnir annars stigs jafna. Teikning á gröfum falla, úrlausn á fallajöfnum og myndræn túlkun á þeim. Hagnýt verkefni leyst með gröfum falla.

Markmið
Nemandi

  • þekki helstu flokka rauntalna og geti notað biltákn og tilvísanir í talnamengi
  • geti teiknað gröf falla í tölvu og eftir gildistöflum
  • beiti algebru við lausnir margvíslegra verkefna
  • leysi annars og þriðja stig jöfnur með algebru, teikningu og í tölvu

Uppfært fimmtudagur, 01 nóvember 2007 21:00

Go to top