Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

STÆ103 Jöfnur, rúmfræði og hlutföll

Undanfari: enginn

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Lausnir jafna, óuppsettar jöfnur. Reikniformúlur. Talnahlutföll, skiptireikningur, prósentur, vextir. Frumsendur og óskilgreind hugtök. Beinar og óbeinar sannanir. Saga evklíðskrar rúmfræði. Frumhugtök rúmfræðinnar. Línur og horn í þríhyrningi og hornasumma þríhyrnings. Einshyrndir þríhyrningar. Pýþagórasarregla. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi. Flatarmál og rúmmál. Umritaður og innritaður hringur þríhyrnings. Rétthyrnt hnitakerfi í sléttum fleti, jafna beinnar línu og saga hnitakerfisins.

Markmið
Nemandi

  • læri að nota vasareikni og töflureikninn Excel við talnareikning af hagnýtum toga
  • geti leyst jöfnur með einni eða fleiri óþekktum stærðum og skilið rúmfræðilega merkingu þeirra
  • þjálfist í notkun hlutfalla, setji þau fram í hnitakerfi og geti beitt þeim við lausnir rúmfræðilegra vandamála
  • öðlist grunnþekkingu á evklíðskri rúmfræði og helstu reiknireglum hennar
  • sanni valdar setningar í rúmfræði og öðlist þjálfun í rökrænni framsetningu

Uppfært þriðjudagur, 30 október 2007 20:53

Go to top