Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

SAG503 Listasaga

 

Undanfari: SAG303

Í áfanganum er kennd saga sjónlista frá fornöld til samtímans. Megináhersla er lögð á evrópska bygginga-, höggmynda- og málaralist frá miðöldum til samtímans. Einnig er fjallað um list Egypta, Grikkja og Rómverja, sem og miðaldalist, og listasagan skoðuð í samhengi við almenna sögu hvers tímabils. Kennd er stílgreining, skoðun, lýsing og túlkun listaverka. Ennfremur er íslensk listasaga kynnt lauslega, sýningar heimsóttar og fjallað um þær.

Markmið

Nemandi

  • kunni skil á helstu hugtökum í faginu
  • geri sér grein fyrir heildarþróuninni í tengslum við almenna sögu (Evrópu) á hverjum tíma; megináhersla á yfirferð frá síðmiðöldum / endurreisn til samtímans
  • átti sig á tengslum fyrri alda við nútímann, hvar má t.d. sjá áhrif eldri listtímabila í samtímanum
  • átti sig á megineinkennum hvers stíltímabils og helstu fulltrúum þess
  • þjálfist í myndlýsingu og umfjöllun um einstök verk skv. því sem gert verður í tímum
  • kynnist íslenskri myndlist frá fornöld til samtímans

Uppfært þriðjudagur, 18 mars 2008 11:42

Go to top