Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ÍSL403 Bókmenntir og tungumál frá siðaskiptum til 1900

Undanfari: ÍSL303

Í áfanganum er lögð áhersla á tengsl máls, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram yfir aldamótin 1900. Vakin er athygli á því hvernig málfar íslenskra bókmennta og bókmenntirnar sjálfar spegla þjóðfélagsaðstæður og menningarlíf, tíðaranda, strauma og stefnur á tímum siðaskipta, lærdóms- og upplýsingaraldar, rómantíkur og raunsæis. Lögð er áhersla á þá höfunda sem setja svip sinn á hvert þessara bókmenntaskeiða og þá umræðu sem fram fór á hverjum tíma um mál og menningu. Nemendur fá innsýn í hvernig erlendir hugmyndastraumar hafa haft áhrif á bókmenntir, menningu og málfar. Nemendur fá einnig tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti um einstök verk og höfunda þeirra.

Markmið
Nemandi

  • geti gert grein fyrir hvað felst í hugtökunum lærdóms- og upplýsingaröld, rómantík og raunsæi þegar fjallað er um bókmenntir
  • kunni skil á áhrifum erlendra menningarstrauma á íslenskar bókmenntir
  • geti gert grein fyrir nokkrum helstu höfundum og verkum þessa tíma
  • þjálfist í að tjá sig í ræðu og riti um valin verk og höfunda
  • þjálfist í upplestri bókmenntatexta frá þessum tíma

Uppfært föstudagur, 28 mars 2008 10:49

Go to top