Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

SÁL103 Almenn sálfræði

Undanfari: enginn

Kynntar eru fyrir nemendum hinar ýmsu stefnur sálfræðinnar, rannsóknaraðferðir og ólík starfssvið sálfræðinga. Farið er í þróun og sögu greinarinnar þar sem áhrifamenn og kenningasmiðir eru kynntir. Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu og starfsemi taugakerfisins, s.s. gerð taugafrumna og starfsemi heilans. Fræðileg og hagnýt námssálarfræði er til umfjöllunar þar sem fjallað er um minni, minniskerfi, minnistækni og tegundir náms með sérstakri áherslu á skilyrðingar. Kenningar og rannsóknarniðurstöður á svefni og draumum eru kynntar nemendum.

Markmið

Nemandi

  • þekki helstu stefnur og rannsóknaraðferðir sálfræði í sögulegu samhengi
  • kynnist fjölbreytileika sálfræði, þekki helstu starfssvið sálfræðinga og viti hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
  • þekki helstu hugtök tölfræði sem er mikilvæg hjálpargrein sálfræði
  • þekki uppbyggingu og starfsemi taugakerfis og heila ásamt tengslum þessara þátta við andlega líðan
  • átti sig á hvernig hægt er að útskýra hegðun út frá klassískri og virkri skilyrðingu
  • hafi innsýn í þætti sem hafa áhrif á nám, námserfiðleika, minni og skynjun
  • hafi kynnst hugrænni sálfræði og þekki helstu rannsóknarsvið hennar, s.s. minni, skynjun, athygli og vitund
  • þekki þróun kenninga og rannsóknarniðurstöður varðandi svefn og drauma

Uppfært miðvikudagur, 26 september 2007 22:31

Go to top