Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

FÉL103 Almenn félagsfræði

Undanfari: enginn

Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsvísinda. Fjallað er um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu svo að þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og mynda sér skoðanir á meðvitaðan og gagnrýninn hátt. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklingsins og keppt er að því að nemendur öðlist skilning á uppbyggingu og skipulagi eigin samfélags og annarra.

Markmið

Nemandi

 • öðlist undirstöðuþekkingu á grunnþáttum íslensks samfélags og geti borið það saman við önnur samfélög
 • þekki til félagsvísinda og geti útskýrt helstu vinnu- og rannsóknaraðferðir
 • átti sig á því hvernig samfélagið hefur áhrif á hann og hvernig hann getur haft áhrif á samfélagið
 • taki þátt í umræðum um samfélagsleg málefni og myndi sér skoðanir sem byggjast á gagnrýninni hugsun
 • þekki til félagsmótunar og geti útskýrt hvernig félagsmótunaraðilar hafa áhrif á og móta einstaklinginn
 • greini grunnþætti menningar og ólíkra menningarheima
 • þekki til helstu trúarbragða heims og geti útskýrt hlutverk þeirra og samfélagslegt gildi
 • þekki til orsaka kynþáttafordóma og annarrar mismununar
 • lýsi mismunandi samfélagsgerðum
 • beri saman fjölskyldur og fjölskyldugerðir, fjalli um hlutverk þeirra fyrr og nú og þekki til helstu réttinda og skyldna sem fylgja mismunandi sambúðarformi
 • lýsi jákvæðum hlutverkum fjölskyldunnar en einnig vandamálum hennar

Uppfært miðvikudagur, 18 febrúar 2015 11:20

Go to top