Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

ForsíðaAðrar brautirFramhaldsskólabraut

Framhaldsskólabraut

Kennsla á framhaldsskólabraut hófst í Menntaskólanum í Kópavogi  haustið 2010 samkvæmt  lögum um framhaldsskóla. Ýmsar nýjungar eru á brautinni varðandi námsmarkmið, fyrirkomulag, kennsluhætti og námsefni, og glíma nemendur að hluta við nýjar námsgreinar sem byggðar eru á lykilhæfniþáttum nýrrar námskrár.  Sveigjanleiki í námi og námsmati er eins mikill og kostur er. Námið er einingabært (á fyrsta þrepi) og námslok með ýmsum hætti eftir þörfum hvers og eins. Hægt er að ljúka framhaldsskólaprófi og útskrifast frá Menntaskólanum í Kópavogi að loknum 90-120 framhaldsskólaeiningum, sem eru nýjar einingar samkvæmt lögum um framhaldsskólapróf (60 gamlar einingar).

Inntökuskilyrði

Til innritunar á framhaldsskólabraut þarf nemandi að hafa að lágmarki einkunnina C í íslensku, ensku og stærðfræði við lok grunnskóla. Nemandi með einkunnina C+ í tveimur námsgreinum og B í einni námsgrein innritast á framhaldsskólabraut. 

1. áreiningafjöldi2. áreiningafjöldi
Bekkjarfundir 2 f-ein Íþróttir 2 f-ein
Íþróttir 2 f-ein Enska 5 f-ein
Hagnýt enska 5 f-ein Íslenska 5 f-ein
Hagnýt íslenska 5 f-ein Stærðfræði 5 f-ein
Hagnýt stærðfræði 5 f-ein Danska 5 f-ein
Fjármálalæsi 5 f-ein Jákvæð sálfræði 3 f-ein
Samfélag í nærmynd 5 f-ein Menningalæsi og lífsleikni 10 f-ein
Upplýsingatækni 5 f-ein Upplýsingatækni 3 f-ein
Sjálfbærni 3 f-ein Bakstur 3 f-ein
Heilsuefling 3 f-ein Vinnustaðakynning 3 f-ein
Matreiðsla 3 f-ein Lokaverkefni 3 f-ein
Þjónað til borðs 3 f-ein    
Bakstur 3 f-ein    
Kjötvinnsla 3 f-ein    
Samtals 52 f-ein Samtals 47 f-ein

 

Uppfært þriðjudagur, 23 febrúar 2016 15:55

Go to top