Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

ForsíðaUmhverfisdagar heppnuðust vel

Umhverfisdagar heppnuðust vel

Umhverfisdögum MK lauk á föstudagiinn  21. september með pylsupartýi í anddyri skólans. Stjórnendur gáfu pylsur og nemendafélagið sá um að ylja með góðri tónlist. Guðfinna kennari bjó til dýrindis tómatsúpu og veglegt grænmetishlaðborð úr grænmeti sem íslenskir grænmetisbændur gáfu af miklu örlæti. Þetta voru 8. umhverfisdagar MK, skipulagðir af umhverfisnefndinni sem núna skipa Laufey, Ása, Aníta og Guðfinna. Nú í ár var þema daganna Þjóðgarðar Íslands. Fulltrúar þjóðgarðanna komu í heimsókn, auk Landgræðslu ríkisins og Ungra umhverfissinna. Fræðslumyndir um umhverfismál voru sýndar, kennarar og nemendur fóru saman í umhverfisgöngur í Kópavogi, auk þess sem kennarar höfðu umhverfismál í deiglunni í sínu fagi. 

Gengið um nærumhverfi

Uppfært mánudagur, 25 september 2017 21:01

Go to top