Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

ForsíðaHjólum í skólann

Hjólum í skólann

Taktu þátt í Hjólum í skólann

Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu eða hjólreiðar. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Leyfilegt er að nýta allan virkan ferðamáta: 

  • Hjólreiðar (líka rafmagnsreiðhjól þar sem þarf að stíga með)
  • Ganga 
  • Hlaup
  • Línuskautar, hjólabretti
  • Almenningssamgöngur (þá er skráð sú vegalengd sem gengin er eða hjóluð til og frá stoppustöð)
  • Annað sem felur í sér virkan ferðamáta

Allir geta tekið þátt í verkefninu og oftar en ekki þarf bara svolítið ímyndunarafl þar sem skipulag sumra skólahverfa getur gert gönguferðir erfiðar og sumir nemendur þurfa að fara langa leið til að komast í skólann. Ef nemendur eiga erfitt með að komast gangandi til skóla geta þeir samt tekið þátt í verkefninu á einn eða annan hátt. T.d. með því að fara í gönguferð saman áður en kennsla hefst að morgni eða með því að nota hádegi eða löngu frímínútur til þess.

(Tekið af vefnum: Hjólum í skólann)

Taktu mynd af þér í þinni hreyfingu og sendu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þá ertu kominn í vinningspott sem dregið verður úr í byrjun október.

Uppfært miðvikudagur, 13 september 2017 20:26

Go to top