Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

ForsíðaStarfsnám í Finnlandi

Starfsnám í Finnlandi

Laugardaginn 1. apríl héldu þrír nemendur Ferðamálaskólans upp í för til bæjarins Rovaniemi í Lapplandi. Þau Andrés Þór Róbertsson, Guðrún Halla Friðjónsdóttir og Svava Jóhannesdóttir munu dvelja ytra í þrjár vikur við störf hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í Rovaniemi. Ferðin er hluti af starfsnámi þeirra á vegum skólans og er styrkt af Erasmus+ starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Bærinn Rovaniemi er þekktur fyrir mikla vetrarferðamennsku og einnig fyrir að vera heimkynni rauðklædda jólasveinsins. Á myndunum eru ferðalangarnir nýlentir í Rovaniemi en strax farnir að litast um og kanna hvað í boði er fyrir ferðamenn á staðnum. Ferðamálaskólinn óskar þeim góðrar dvalar og góðrar heimkomu.

 

Uppfært miðvikudagur, 05 apríl 2017 12:40

Tengill á facebook

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top