Moodle - MKnet

Inna - upplýsingakerfi skóla

Póstur kennara

Inna - upplýsingakerfi skóla

 

Moodle - MKnet

Póstur kennara

Forsíða

Óvænt gjöf til MK

Útskriftarnemar úr matreiðsludeild matvælaskólans færðu skólanum óvænta gjöf. Þeir höfðu safnað 270 000 krónum og keyptu tvo þurrkofna frá Prógastró sem gaf þeim verulegan afslátt. Nemendur vildu þannig þakka fyrir veru sína í MK. Ívar Örn Hansen afhenti gjöfina Ragnari Wessman, fagstjóra matreiðsludeildar matvælaskóla MK.

MK barst óvænt gjöf 

Uppfært mánudagur, 30 maí 2016 09:59

Brautskráning stúdenta og iðnnema frá MK

Föstudaginn 27. maí voru brautskráðir 127 nemendur frá Menntaskólanum í Kópavogi og þar með var slitið 43. starfsári skólans. Stúentar voru 86 og nemar á iðnámsbrautum voru 41. Alls eru nemendur skólans um 1300 og stunda þeir nám á 20 mismunandi brautum. Hver brautskráning er hátið og afar ánægjulegt að sjá nemendur ná því því takmarki sem þeir settu sér í byrjun. 

Við óskum öllum útskriftarnemendum til hamingju með daginn og óskum þeim velfarnaðar í lífi og starfi. 

Útskriftarnemar v2016

Uppfært laugardagur, 28 maí 2016 16:56

Verðlaunahafar

Hér eru þeir sem fengu verðlaun fyrir góða frammistöðu í náminu ásamt skólameistara MK, Margréti Friðriksdóttur.  Til hamingju með árangurinn!

Verðlaunarhafar

Uppfært laugardagur, 28 maí 2016 16:56

Sæþór Dagur Ívarsson flutti ræðu iðnnema

,,Við getum öll verið sammála um að það er mikilvægt að það sé vel menntað fólk í veitingageiranum'' sagði hann en benti jafnframt á að vinnutími væri langur og álag mikið í þessum störfum. En þetta eru líka skemmtileg störf, skapandi og mikil samskipti sagði Sæþór Dagur sem var að útskrifast sem framreiðslumaður.

Sæþór Dagur talar fyrir hönd iðnnema

Uppfært laugardagur, 28 maí 2016 16:56

Karen Helenudóttir flutti ræðu nýstúdents

Hún sagði að sér hefði ekki litist á MK í upphafi en hafi fljótlega skipt um skoðun. Eitt af því sem henni þótti skemmtilegast var að starfa með leikfélaginu Sauðkindinni. 

Keren Helenudóttir flutti ræðu nýstúdents

Uppfært laugardagur, 28 maí 2016 16:55

Útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi

Fimmtudaginn 26. maí útskrifuðust 100 nemendur frá MK. Útskriftin fór fram í Digraneskirkju og skiptust útskriftarnemar sem hér segir: 15 ferðafræðinemar, 50 leiðsögumenn, 8 nemar af skrifstofubraut, 12 matsveinar , 2 matartæknar og 19 iðnmeistarar.

Við óskum nemendum til hamingju með áfangann, þökkum samveruna og óskum þeim velfarnaðar í lífi og starfi. 

MK útskrift vor 2016 fyrri

Uppfært laugardagur, 28 maí 2016 16:52

Annarlok

Þessir kátu krakkar voru að taka síðasta próf annarinnar á föstudaginn. Á mánudaginn eru sjúkrapróf og á þriðjudag endurtektarpróf. Á miðvikudaginn kl. 11-13 er prófsýning þar sem kennarar verða til viðtals um prófin og námsmat í símatsáföngum. Eftir það hefst langþráð sumarfrí!  

Prófin búin vor 2016

 

Uppfært sunnudagur, 22 maí 2016 10:29

Síða 1 af 35

Á dagskrá

Engir atburðir

Hádegismatseðill

Engir atburðir
Go to top