05.02.2025
Vegna veðurspár hefur verið ákveðið að fella niður kennslu eftir kl. 13:20 í dag, miðvikudaginn 5. febrúar til að tryggja að nemendur sem ferðast með strætó komist örugglega heim.
Á morgun fimmtudaginn 6. febrúar hefst kennsla kl. 12:30 en þá á veðrið að vera gengið niður. Athugið að enginn hádegismatur verður í skólanum á morgun.